146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:29]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég óttast að það sé býsna hægri sinnað. Útgjaldareglan verður auðvitað skelfileg ef það verða einhvern tímann héraðsbrestir og umsvifin minnka, þá hafa menn ekki leyfi til þess að styrkja það sem þeir þyrftu að styrkja helst af öllu. Það er sagt að skattar á Norðurlöndum séu hæstir í heiminum en það er svo merkilegt að þar mælist líka einhver mesta ánægja með þá. En forsendan fyrir því er að þeim sé varið á skynsamlegan hátt og hér sé byggt á langtímasjónarmiðum og almannasjónarmiðum.