146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:31]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Maður áttar sig svo sem ekki á þessari leikfimi. Það er eins og verið sé að klæða hlutina í felubúning, vegna þess að vissulega er sýnt fram á töluvert mikið fjármagn inn í heilbrigðismál. En fram hefur komið hjá mörgum, bæði þingmönnum og yfirmönnum stofnana, að megnið af því fari í uppbyggingu húsa, steinsteypu, en að miðað við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og fjölgun ferðamanna muni þurfa að skera niður í sjúkrahúsþjónustu. Ég átta mig ekki á slíkri skammsýni. Ég held að það heiti á góðu máli að pissa í skóinn sinn.