146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:59]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú skipti ég yfir í fjárlaganefnd aðeins þar sem við hv. þingmaður vorum saman fyrir áramót líka. Við ræddum þar heilbrigðiskerfið eða sjúkrahúsin, alla vega núllið, þannig að þau byrjuðu ekki í mínus, og ekki stefnir í það að þau þurfi að skera niður á þessu ári. Nú má hæstv. heilbrigðisráðherra kannski þakka fyrir að það voru aðrir sem stóðu vaktina þar. Með tilliti til þeirra talna sem við sjáum í fjármálaáætlun núna, hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér landslagið í lok árs 2022 þegar það er greinilegur niðurskurður miðað við launaþróun, bæði t.d. í háskólum og á sjúkrahúsum?