146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:11]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hrifin af gegnsæi. Ég vil að allt sé uppi á borðum og að það sé sýnilegt og skýrt hjá öllum. Ég get nefnt í því samhengi að þar sem ég er og hef verið í sveitarstjórn var fyrsta sveitarfélagið til að opna bókhaldið. Ég tek alveg undir það, og ég get svolítið endurtekið fyrra svar mitt, að verklagið sem viðhaft er núna er ekki fullkomið. Ég vil leggja mig fram um að bæta það, hvort sem það eru tímasetningar í þessari vinnu, undirbúningur nefnda til að vinna álit eða gagnagrunnur. Ég styð allar upplýsingar og gegnsæi sem hægt er að laga.