146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:35]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mig langar að spyrja hana út í þá pólitísku stjórn sem á að setja yfir Landspítalann. Hvort hv. þingmaður telji þörf á að koma yfir Landspítalann pólitískri stjórn og hvaða hlutverki hún eigi að gegna, hvort hún eigi að gera eitthvað betur en núverandi stjórnendur, hvort þær greiningar á fjárþörf í heilbrigðiskerfinu og á Landspítalanum hafi ekki verið nógu skýrar og gagnsæjar miðað við þær upplýsingar sem hafa verið lagðar fyrir velferðarnefnd og fjárlaganefnd og hvort einhverju sé ósvarað í þeim efnum. Eða eru menn að setja hinn pólitíska hramm yfir eðlilegar óskir Landspítalans og stjórnar hans um að bæta þurfi fjármunum í (Forseti hringir.) fjársvelt heilbrigðiskerfi?