146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:43]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú mun ríkisstjórnin í mesta lagi sitja til 2020, skilst mér, en fjármálaáætlunin er til 2022. (SJS: Rosalega ertu svartsýnn.) Við skyldum ætla að stjórnarsáttmálinn myndi meira að minna allur rata inn í stefnu sem tekur til lengri tíma. Ég finn ekki sum markmiðin í stjórnarsáttmálanum í markmiðum ríkisfjármálaáætlunar. Ég átta mig t.d. ekki alveg á því sem stendur í stjórnarsáttmálanum, með leyfi forseta:

„Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám …“

Það er ekki skortur á útskrifuðum kennurum. Ég held það séu 50% eða eitthvað svoleiðis sem kjósa bara að vinna annars staðar. Við hljótum að vera að tala um að það sé vegna þess að launin séu of lág í kennslu. Ég fann það ekki, en er eitthvað í fjármálaáætluninni sem gerir ráð fyrir að (Forseti hringir.) ætlaðar séu tekjur í að vinna að þessum hlutum? Það er líka í samræmi við samkomulag sem gert var fyrir breytingar á lífeyrissjóðalögum.