146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:48]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil taka undir gagnrýni hv. þingmanns þegar hún gagnrýnir að meiri hluti fjárlaganefndar skuli ekki gera breytingartillögur heldur setja fram texta eins og í kaflanum um framhaldsskólastigið, en þar segir: „Meiri hlutinn telur ástæðu til að endurskoða aðhaldskröfu á framhaldsskóla …“ Síðan er talað um að fjárhæðin sem þingið setti inn í fjárlagagerðina fyrir árið 2017 verði haldið áfram árið 2018 — en hún er þarna ekki. Til hvers er verið að setja þetta fram? Er texti meiri hluta fjárlaganefndar meira svona til þess að „taka umræðuna“ eins og um Keflavíkurflugvöll eins og kom fram hérna áðan?

Hins vegar hefur Samfylkingin lagt fram breytingartillögur. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hún hafi kynnt sér breytingartillögurnar bæði fyrir framhaldsskólastigið og háskólastigið. Og ef hún hefur gert það, hvernig henni lítist á að taka með þeim hætti á þeim vanda sem (Forseti hringir.) á skólastigin herja nú um stundir.