146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:27]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Undir liðnum markaðseftirlit og neytendamál lýsir fjármálaáætlun auknu gagnsæi, virkri samkeppni, heilbrigðum viðskiptaháttum sem grunnstefnu til framtíðar á málefnasviði markaðseftirlits og neytendamála. Kjörið hefði verið að núverandi ríkisstjórn hefði sýnt gott fordæmi og framfylgt þessari fjármálaáætlun eftir þessum kjörgildum. Telur þingmaðurinn að þessum framangreindu markmiðum verði náð, þ.e. gagnsæi, virkri samkeppni, heilbrigðum viðskiptaháttum, undir þeirri stjórn sem er í dag, bæði þá með tilliti til rekstrar íslenska ríkisins og síðan viðskiptalífsins sem markaðseftirlit og neytendamál eiga við um?