146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:10]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stutta svarið ætti að vera nei, en það væri ekki alveg sannleikanum samkvæmt því að í plagginu er vísað í eina línu í stjórnarsáttmálanum. Ef ég man það rétt … (Gripið fram í: Samstarf sveitarfélaga) — Samstarf sveitarfélaganna vegna borgarlínu. Afskaplega loðið og óljóst hvað það þýðir. Og náttúrlega enn frekar þegar ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum þar í. Færa má rök fyrir því að við séum ekki komin á þann tímapunkt að setja niður nákvæmar tölur inn í þetta. En þá kemur að því sem hv. þingmaður kom svo vel inn á: Hvert verður svigrúmið þegar búið er að geirnegla svo niður svigrúm til aukinna útgjalda, búið að setja hér fáránlegt útgjaldaþak? Hvert verður svigrúmið til að takast á við það verkefni, sem ég er algerlega sammála hv. þingmanni um að sé eitt það mikilvægasta verkefni sem við getum farið í þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum?