146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:39]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit að hv. þingmaður ætlast ekki til þess að ég reikni það út hér í ræðustól og hugsanlega upp á aukastaf líka. (Gripið fram í.) Vandinn er þessi: Þegar búið er að taka ákvörðun um að auka útgjöld til ákveðinna málaflokka til rekstrar, framlög — ég er ekki að tala um stofnkostnað heldur framlögin, framlög til heilbrigðismála, menntamála eða aldraðra — þá er nær útilokað að lækka þau útgjöld nema við aðstæður sem eru fordæmalausar og hv. þm. Svandís Svavarsdóttir þekkir verulega vel þegar hún þurfti einmitt að standa í því að lækka útgjöld til viðkvæmra málaflokka, meðal annars til ellilífeyrisþega.