146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:41]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg kórrétt hjá hv. þingmanni að þegar menn gera áætlanir þá byggja menn á ákveðnum forsendum og þegar forsendurnar bresta af einhverjum ástæðum þá stenst áætlunin ekki. Þetta er nú svona einfalt og enginn geimvísindi. Auðvitað þyrftum við að taka til hendinni ef hér verður meiri háttar forsendubrestur. Það er augljóst. (Gripið fram í.)og það vita allir, það vita allir, annað er útúrsnúningur.

Ef forsendur fyrir áætlun, skiptir ekki máli hvort það rekstur ríkisins eða sveitarfélaga, fyrirtækja, standast ekki, verða menn að taka tillit til þess þegar menn gera nýja áætlun. Svona einfalt er nú lífið. Ekki gera það flóknara en það er.