146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:42]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður nefndi brýr, hafnir og vegi fyrir flugstöð. Ég veit ekki hvort hann er búinn að lesa fjármálastefnu ríkisstjórnar sinnar, en það er ekki hægt samkvæmt fjármálastefnunni því að allt einskiptisfjármagn á að fara í niðurgreiðslu skulda.

2016–2017, eins og hv. þingmaður nefndi, var ansi mikil útgjaldaaukning, en 20 milljarðar af henni, af þessum 30 sem í var aukið, voru á ábyrgð fyrrverandi ríkisstjórnar, starfsstjórnar, sem jók útgjöldin um 20 milljarða umfram þáverandi áætlun.

Þá langar mig til að spyrja hv. þingmann: Verður farið fram yfir ramma fjármálaáætlunar í næstkomandi fjárlögum eða ekki?