146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:44]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það svo að í fyrsta sinn á síðasta ári voru fjárlög byggð á fjármálaáætlun. Þau fjárlög sem ríkisstjórnin lagði fram voru 20 milljörðum fram yfir fjármálaáætlun. Það er það sem ég er að spyrja um, hvort við eigum von á að svoleiðis gerist aftur. Ég skil verðlagsuppfærslur o.s.frv., annað ekki.

Ef verið er að gagnrýna að geyst sé farið í útgjaldaaukningu þá skulum við átta okkur á því að þar er forgangsröðun, hún er þar öll. Forgangsröðunin, samkvæmt meirihlutaáliti fjárlaganefndar, er sú að það er verið að hækka til sjúkrahúsa um 8,8% ef stofnkostnaður er tekinn út fyrir og til háskólastigsins um 7,7%. Í sömu fjármálaáætlun er samt gert ráð fyrir launahækkunum upp á rúm 9%. Þetta þýðir niðurskurður. Við erum ekki einu sinni búin að taka inn í þetta framlög til áætlunar Vísinda- og tækniráðs. Hvað þýðir þetta, hv. þingmaður?