146. löggjafarþing — 70. fundur,  24. maí 2017.

staðan í gjaldmiðilsmálum.

[10:37]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Þetta er mjög flókið mál. Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um nefnd um umhverfi peningastefnunnar þar sem sköpuð verði ný peningastefna sem stefni að því að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. [Kliður í þingsal.]

Forseti. Er samtal leyft hérna í salnum?

(Forseti (UBK): Sá ræðumaður sem stendur í ræðustól Alþingis hefur orðið.)

(KJak: Hann verður þá að svara.)

Er samtal leyft milli forseta og þingmanna? Ég …

(Forseti (UBK): Ræðumaður hefur orðið.)

Nú er ræðutíma mínum lokið, en ég fæ vonandi (Gripið fram í.) smáviðbótartíma í ljósi truflunar. Það er rétt að í myntráði felst að gengi gjaldmiðilsins, krónunnar, er tengt við erlendan gjaldmiðil og þar sé ég þá róttæku lausn sem ég hef talað um. (Gripið fram í.)