146. löggjafarþing — 70. fundur,  24. maí 2017.

styrking krónunnar og aðgerðir Seðlabanka.

[10:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni, hugmyndin um myntráð eða aðra fasttengingu krónunnar við annaðhvort ákveðna erlenda mynt eða myntkörfu er ekki stefna nema eins flokks. Viðreisn hefur boðað þá stefnu. Hins vegar varð ég var við það í haust að margir hv. þingmenn sem ég ræddi við eftir kosningar höfðu áhuga á því að kynnast þessu betur. Ég vona að starf þessarar nefndar muni leiða til þess að meiri áhugi vakni á því. En ég get hins vegar svarað því alveg ótvírætt sem hv. þingmaður spyr um, að þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutningsatvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af því, ég hafði áhyggjur af því í kosningabaráttunni, eftir kosningar (Forseti hringir.) og þær áhyggjur hafa ekki minnkað.