146. löggjafarþing — 70. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:31]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Forseti. Álit meiri hluta fjárlaganefndar dregur skýrt fram að það þarf meiri útgjöld. Vandinn við meiri hlutann er að hann er fastur í einhverjum kreddum þess að ekki megi afla tekna til að auka þessi útgjöld þannig að hann setur ekki fram neinar tillögur. Við áttum okkur þó á því í Vinstri grænum að til að reka samfélag þurfa útgjöldin að endurspegla þörfina og tekjurnar að nægja fyrir þeim. Þeirra þarf bara að afla á sanngjarnan hátt, hv. þingmaður. (HarB: Hvernig?) (BjG: Það hefur löngu birst í okkar mörgu ræðum, Haraldur Bjarnason.)