146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:32]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er einmitt eitt af þessum gagnrýniverðu þáttum sem þingmenn, og ekki bara þingmenn heldur það sem bent er á í þeim fjöldamörgu umsögnum sem komið hafa fram við þinglega meðferð málsins, þ.e. sá talnablekkingarleikur sem fram kemur í þessari áætlun þegar verið er að blanda saman steinsteypu og rekstrarkostnaði. Steinsteypukostnaðurinn sem áætlaður er í byggingu húsa er settur undir sama hatt og rekstrarkostnaðurinn. Hvort sem við tölum um byggingu Landspítalans eða framlög til háskólstigsins eru þar inni hús sem tekin eru með í þá tölu. Það er gagnrýnivert og nánast óþolandi. Ekki bara vegna þess að þarna er um að ræða óverulega fjármuni til raunverulegrar uppbyggingar þessara grunninnviða samfélags okkar heldur líka einhvers konar (Forseti hringir.) talnaleikur sem fellur ekki vel að gagnsæinu sem hér er lagt upp með.