146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:34]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Rósu Björk Brynjólfsdóttur fyrir afar góða ræðu. Hún minntist m.a. á virðisaukaskattsbreytingar sem fyrirhugaðar eru í fjármálaáætlun. Mig langar til að fara aðeins dýpra í það mál og heyra hennar sýn á umsögn SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar. Ég er hér með umsögnina og spyr hvort þingmaðurinn hafi lesið hana. Þar er m.a. bent á neikvæð áhrif á landsbyggðina, gengisbreytingar sem hafa skert samkeppnishæfni greinarinnar verulega og svo — þetta er nú svo stuttur tími sem við höfum — á bls. 11 í umsögninni kemur fram ábending frá samtökunum um að þessar breytingar muni í raun flækja kerfið og mögulega auka flækjustig og draga úr skilvirkni (Forseti hringir.) kerfisins. Mig langar til að heyra sjónarmið hv. þingmanns um þessa umsögn og þessa þætti hennar.