146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:40]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er ámælisvert hversu einsleitar spárnar eru sem liggja til grundvallar fjármálaáætlun. Það er mikið áhyggjuefni, ekki bara þeirrar sem stendur hér heldur líka fjármálaráðs, eins og fram kemur í umsögn þess. Fjármálaráð hefur bent á þetta. Það er gríðarleg óvissa um ýmsar þjóðhagslegar og efnahagslegar forsendur. Fjármálaráð leggur þá til að bæta skuli þessar greiningar, að minnsta kosti auka fjölbreytileika þeirra, til þess að styðja við þær forsendur sem liggja til grundvallar þessari fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Ég er ekki akkúrat með lausnina hér og nú en ég held að við þurfum að taka ábendingar fjármálaráðs mjög alvarlega. Það er ekki boðlegt að einsleitar umsagnir greiningaraðila liggi til grundvallar ríkisfjármálum næstu (Forseti hringir.) fimm ára.