146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:52]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir ræðu hans. Mér fannst hann fara ansi vel yfir það hvar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er stödd, hversu illa hún er stödd einmitt vegna þess að skjalið sem upphaflega var lagt fram var ekki nógu vel unnið, þess vegna er okkur þingmönnum auðvitað vandi á höndum með það hvað við eigum að gera annað en bara hafna því og jafnvel byrja upp á nýtt.

Mig langar að spyrja hv. þingmann, af því að hann talaði talsvert um 2% aðhaldskröfuna og áhrifin sem verða á það að ekki verður hægt að byggja upp innviði, hvort hann sé sammála mér og geti tekið undir með mér um að þetta séu verulega slæm tíðindi, (Forseti hringir.) sérstaklega fyrir tekjuminna fólk í samfélaginu. (Forseti hringir.) Þess vegna sé þetta ógnvænleg fimm ára (Forseti hringir.) framtíðarsýn sem í þessu birtist.