146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:54]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem ég notaði nú kannski stærsta hluta ræðu minnar í var einmitt að tala um mikilvægi þess að fjármálaáætlunin er stefnumarkandi plagg og um þessa stefnumörkun á löggjafinn akkúrat að fjalla núna. Mér finnst að niðurstaðan sé sú að meiri hlutinn gagnrýni það nokkuð harðlega en leggi engu að síður til að það plagg verði samþykkt óbreytt og sent framkvæmdarvaldinu til frekari útfærslu. Nú er í þessu plaggi ekki lögð nein sérstök áhersla á að styrkja kjör þeirra sem verst hafa það. Með því að vera með 2% aðhald á allt nema heilbrigðismál og hjúkrunarheimili, þá er það vissulega ákveðinn hópur sem þar er undir sem hefur oft, alla vega sumir þeirra, hafa lægri tekjur. Ég gleðst auðvitað yfir því að það skuli vera bara 0,5% þar, en á alla aðra er 2%. Það eru til að mynda ekki mjög metnaðarfullar áætlanir um að hækka lífeyrisbætur eldri (Forseti hringir.) borgara, hvað þá öryrkja.