146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:35]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í framsögu minni fyrir nefndarálitinu nefndi ég að við hefðum fengið 41 í fjármálaáætluninni. Mig langar til að leiðrétta það í 31 því að alvarlegar ábendingar fjármálaráðs töldust mér vera 31 mjög alvarleg ábending. Ef það er síðan rétt sem hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé segir um að við séum bara stimpilstofnun og meiri hlutinn leyfi okkur að tala þangað til við erum búin og mæti svo í þingsal til að ýta á takka og stimpla málið áfram erum við mjög sorgleg stimpilstofnun því að sá sem fékk stimpilinn var sá sem fékk færri atkvæði. Stimpillinn er í minni hendinni. Það er áhugavert að við séum í þeirri aðstöðu að stimpilstofnunin sé í krafti minni hluta atkvæða.

Ég tel að við þurfum að fara mjög vel yfir kosningalögin okkar (Forseti hringir.) og passa að minni hluti atkvæða geti ekki leitt til meirihlutavalds. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)