146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:37]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég velti því stundum fyrir mér þegar ég les meirihlutaálitin hvern sé verið að ávarpa. Meiri hlutinn hvetur til þess að hugað sé að auknum fjárveitingum í þetta og hitt, eins og við hin átta þau sig á því að þess þarf en það erum við sem hugum að þessum auknu fjárveitingum. Við erum fjárveitingavaldið. Hvern er meiri hlutinn að tala við ef hann leggur ekki fram tillögur um það hvernig eigi að verða við þessum þörfum um auknar fjárveitingar? Ég held að hann sé að tala við sjálfan sig en ekki til að breyta neinu heldur til að eiga þessi álit til heimabrúks þegar sveltifjárlögin koma fram í haust. Þá geta þau slegið sér á brjóst og sagt: Sjáðu mig, hér var ég, ég talaði um þörfina en það var bara ekki hlustað á mig. Ég hvatti til að hugsað yrði um það en það var bara ekki orðið við því. Nú verð ég að samþykkja áfram fimm ára svelti framhaldsskólanna, fimm ára þrautagöngu heilbrigðiskerfisins og þrjár nýjar (Forseti hringir.) þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna sem eiga að standa bundnar á flugvelli af því að það fæst ekki fólk til að reka þær.