146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:40]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er svo gaman að taka þátt í því sem gengur á í þingsal, sérstaklega í umræðum um fundarstjórn. Ég ætla bara að koma með nokkrar athugasemdir um skynsamlegt samtal. Það er algjörlega huglægt mat að mínu mati. Ég hef setið í forsetastól í þó nokkra klukkutíma og séð menn keppast við að tala saman um sama mál, biðja um nefndarálit sem kom fram fyrir tveimur árum. Á meðan ég sit ekki hér og hlusta á það hleyp ég um og reyni að semja um NPA, framkvæmd barnaverndaráætlunar og ýmis önnur mál sem við erum líka að vinna að í ríkisstjórn.