146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:44]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég skal alveg viðurkenna að ég stoppaði aðeins við ræðu hv. þm. Nichole Leigh Mosty þótt það væri ánægjulegt að sjá loksins stjórnarliða í ræðupúltinu. Eftir smáíhugun hugsaði ég að þetta endurspeglaði væntanlega að vissu leyti álagið sem birtist í ræðu þingmannsins sem við erum einmitt að benda á. Þingmaðurinn er að reyna að finna einhverja lausn á því sem við höfum bent á, að það er að sjálfsögðu ekki neitt fjármagn til að fjármagna NPA í þessari fjármálaáætlun. Hvar eru peningarnir fyrir því? Þetta er eini launakostnaðarliðurinn sem ég hef séð sögulega sem er áætlað að muni lækka. Gert er ráð fyrir að það verði borgað minna eftir fimm ár fyrir NPA-þjónustu en í dag. Ég tek undir það sem kom (Forseti hringir.) fram hjá hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé, við skulum eiga samtalið í þingsal, líka til að auðvelda stjórnarliðunum vinnuna í nefndunum sjálfum. Það kemur kannski með reynslunni.