146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:54]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Halldóru Mogensen fyrir fyrirspurnina. Við söknum þess auðvitað í fjármálaáætluninni, hún er heldur fátækleg af nýjum hugmyndum, nýjum leiðum. Menn hafa haldið dauðahaldi í starfsgetumat án þess að það sé verulega útfært. Það er raunar mjög umdeild leið og hægt að brengla hana auðveldlega. Við höfum áhyggjur af því að þetta sé ekki nægilega og vandlega undirbúið.

Auðvitað þróast málin þannig á vinnumarkaði að vinnuvikan er að styttast. Hún hefur gert það í nágrannalöndum okkar. Ég geri ráð fyrir því að þróunin verði með sama hætti hér á Íslandi. Forvarnir almennt, bæði (Forseti hringir.) í heilbrigðiskerfinu og félagslega kerfinu, við gefum því allt of lítinn gaum.