146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:24]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur fyrir ræðu sína. Eins og fram kom þar er hún mikil áhugakona um borgarlínuna, og meira en það, hún hefur unnið ötullega að framgangi hennar. Því langar mig til að fá skoðun hennar á því hvers vegna ekki sé gert ráð fyrir neinum fjármunum til þróunar borgarlínu í fjármálaáætluninni þrátt fyrir að hennar sé getið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis um samgöngumálin, sem ég veit að hv. þingmaður er líka mikil áhugakona um og hefur unnið ötullega að: Fjárveiting til samgöngumála fyrir árið 2017 nemur ríflega 33 milljörðum króna eftir viðbótarframlag, en fjármálaáætlunin bætir í raun ekki nema 1 milljarði króna við þann ramma þar sem stærstur hluti viðbótarinnar felst í að gera viðbótarframlagið 2017 varanlegt. (Forseti hringir.) Mig langar til að heyra hennar skoðun á þessu tvennu.