146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:37]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka svarið. Ég held að stofnanirnar hafi ekki verið á höttunum eftir sínum fjárveitingum heldur gagnsæi um ramma.

En að öðru. Umhverfismálin. Þar er 300 millj. kr. niðurskurður milli 2018 og 2020. Annars er 1,5 milljarða hækkun. Tæpur milljarður 2017–2018, tæpar 300 milljónir 2020–2021 og rúmar 300 árin 2021–2022. Þetta eru tölur með byggingarkostnaði innanborðs þannig að raunveruleg hækkun í fimm ár er 1,6 milljarður til umhverfismála, mikilvægasta málaflokksins, eins og margir hafa sagt. Þá spyr ég: Telur hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir þetta í samræmi við kröfur samtímans um að uppfylla Parísasamkomulagið? Og ég reikna ekki með að einkaaðilar komi til með að bæta það sem upp á vantar.