146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:54]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Ég var að reyna að skrifa alveg rosalega hratt. Ég ætla bara að segja þetta enn og aftur: Það er langt frá því að vera vantraust af minni hálfu. Það er frekar þvert á móti. Ég treysti þeim sem stjórna þar til að sinna spítalamálum. Þeir eiga að vera þar. Ég vil sjá Pál Matthíasson ná árangri. Ég segi það hér og nú.

Ég ætla að taka fram að ég kem frá öðru landi. Ég þekki hvergi spítala heima hjá mér, hvort sem er opinber eða einkavæddur, sem er án stjórnar. Þetta er bara mín reynsla, mín þekking. Þegar ég sé menn reyna að reka spítala og vera um leið í pólitískri baráttu fyrir peningum, gríðarlega miklum — ég er ekki að tala um allar stofnanir. Núna á þessum tímapunkti þar sem er svo mikið ákall fyrir uppbyggingu spítala, í heilbrigðisþjónustu, og við erum að byggja nýjan spítala: Kraftar fólks, þekking og orka á að vera þar. (Gripið fram í.) Fyrirgefðu? (BjG: Ræddirðu við forstjórann?) Nei, við höfum ekki hist til þess að ræða saman.