146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:55]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Á bls. 54 í fjármálaáætluninni segir að það sé gert ráð fyrir að á tímabilinu fram til ársins 2022 muni laun hækka um 9%. Nú er hvergi gert ráð fyrir að þessi launakostnaður sé étinn upp almennt í kerfinu þannig að það fellur á hvern málaflokk fyrir sig. En í málaefnasviðinu um sjúkrahúsþjónustu er gert ráð fyrir samtals hækkun á tímabilinu fram til 2022 um 8,8%. Fyrir mér hljómar þetta eins og 0,2 prósentustiga niðurskurður þegar tekið er tillit til launaþróunar. Getur hv. þm. Nichole Leigh Mosty gert aðeins grein fyrir því á hvaða hátt þetta er ekki niðurskurður, (Forseti hringir.) hvernig þetta gagnast þeirri uppbyggingarstarfsemi sem er gengið út frá?