146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:59]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ágætisumræða. En einhvern veginn átta ég mig ekki alveg á sýn hv. þm. Nichole Leigh Mosty, formanns velferðarnefndar. Í umsögn forsvarsmanna Landspítalans kemur fram að það viðbótarfjármagn sem lagt er til Landspítalans í fjármálaáætlun sé að verulegu leyti fengið með því að fella niður fjármögnun til ýmissa verkefna sem eru nú þegar þar og verða áfram til staðar. Auk þess eru sum ný verkefni sem ríkisfjármálaáætlun felur í sér aðeins fjármögnuð að hluta og hvergi er gert ráð fyrir tækjakaupum til nýbyggingar við Hringbraut. Það er ýmislegt fleira sem gert er ráð fyrir. Þetta eru forsendur fyrir því að nýr meðferðarkjarni og rannsóknarhús verði tilbúin árið 2023. Þetta passar því ekki saman. Ég spyr því hv. þingmann: Finnst henni þetta í lagi? (Forseti hringir.) Þarna eru risastór göt sem við höfum í raun ekki fengið svör við enn þá.