146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

viðvera ráðherra við umræður um fjármálaáætlun.

[11:06]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem upp í fundarstjórn forseta til að gera alvarlegar athugasemdir við fjarveru hæstv. ráðherra í umræðunni um ríkisfjármálaáætlun. Reyndar á hæstv. fjármálaráðherra hrós skilið fyrir setuna hér undir afar spennandi umræðu hv. þingmanna um ríkisfjármálaáætlun en ég geri þó sérstakar athugasemdir við fjarveru hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. heilbrigðisráðherra, en mikil gagnrýni hefur verið á þá málaflokka sem þeir bera ábyrgð á. Ég veit hins vegar að hæstv. heilbrigðisráðherra er ekki í þinginu þessa viku en honum sem öðrum ætti að vera kunnugt um að þessa viku yrði ríkisfjármálaáætlun til umræðu og ábendingar um það sem betur mætti fara til umræðu. Það er því afar vont að hæstv. ráðherrar mæti ekki og reyni að taka til greina þær athugasemdir sem hv. þingmenn leggja til í umræðunni um ríkisfjármálaáætlun og taki þau mikilvægu skilaboð sem fram koma í ræðustól hv. Alþingis til greina.