146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:50]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég gæti farið að tala hérna um niðurskurð á móti aukningu og fjármagnið sem lofað hafði verið að færi í heilbrigðiskerfið, en ég vil ekki eyða tíma í það. Ég held að allir átti sig á þeim blekkingaleik. En þar sem hæstv. ráðherra hefur svo mikinn áhuga á heilbrigðiskerfinu langar mig til þess að spyrja, í ljósi greinar í Fréttablaðinu í gær um að stór meiri hluti kjósenda Viðreisnar vill hafa opinbert heilbrigðiskerfi, ekki einkarekið: Hvernig lýst kjósendum Viðreisnar á það að hæstv. ráðherra sitji í ríkisstjórn með flokki sem er búinn í skjóli nætur að vinna statt og stöðugt að því að einkavæða heilbrigðiskerfið í mörg ár?