146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:33]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var talsvert yfirgripsmikið síðara andsvar. Ég veit ekki hvort ég geti klárað að svara því og biðst afsökunar á að hafa ekki klárað síðustu spurninguna í fyrra andsvari. Við fyrstu sýn finnst mér nú ekkert freistandi hugmynd að taka Landsnet út fyrir sviga. En auðvitað er með það eins og annað, t.d. samstarf í fjármögnun og fleira sem þingmaðurinn nefndi í fyrra andsvari, ég held að við þurfum að skoða þær leiðir hverju sinni sem koma til greina í þessu sem öðru með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þegar staðan er eins og hún er núna varðandi innviði okkar margnefnd þá verðum við að komast áfram og leita leiða og reyna að fara einhvern milliveg. En eignarhaldið á Landsneti og taka það út úr Landsvirkjun? (Forseti hringir.) Nei, hv. þingmaður. Hljómar ekki vel. En ég væri til í að skoða það.