146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:45]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Silju Dögg Gunnarsdóttur fyrir áhugavert svar. Mig langar aðeins á sömu nótum að vinda mér yfir í ferðaþjónustuna og þá þjónustu úti á landi. Nú hefur ferðafólki fjölgað gríðarlega mikið. Álagið er mest á Suðurlandi og hér á suðvesturhorninu. Það var gerð áætlun um það í fyrra að fara með ferðafólk út á land og nota Egilsstaðaflugvöll sem var hafnað vegna kostnaðar, eldsneytiskostnaðar, og ekki nógu góðrar þjónustu. Það var ekki nógu mikið í boði til að taka á móti ferðamönnum. Er ekki framtíðarsýnin að fara í þá vinnu að greina það líka og setja pening í aukna ferðaþjónustu úti á landi?