146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:14]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrirliggjandi nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar tæpir rétt svo á atvinnumálum. Þó kemur fram að á ýmsum svæðum á landinu hefur opinberum störfum fækkað, sem er auðvitað áhyggjuefni út af fyrir sig. Telur hv. þingmaður að það sé möguleiki að fjölga sérhæfðum verkefnum á tilteknum sviðum úti á landi? Mér dettur í hug t.d. í sjávarútvegi og greinum sem tengjast honum.