146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:35]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum svarið. Í stórum dráttum er það árekstur flutningsaðila og kannski leiðir með línur sem eru svona flöskuhálsinn í þessu.

Mig langar að vinda mér aðeins yfir í ferðaþjónustuna. Nú spurði ég annan þingmann áðan um ferðaþjónustu út á land, sem var áætlað að fara í í fyrravor, að mig minnir, með millilandaflugi til Egilsstaða til prufu. Því var hafnað út af dýru eldsneyti og ekki nógu góðri móttöku fyrir ferðamenn. Hvernig gæti hið opinbera komið til móts við uppbyggingu ferðamannaþjónustu úti á landi á þessu sviði? Getur þingmaðurinn sagt mér sína sýn á það?