146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:49]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki annað en velt fyrir mér hver ástæðan sé fyrir þessari, að mér finnst, furðulegu afgreiðslu hv. meiri hluta fjárlaganefndar því að athugasemdirnar eru ítarlegar, ýmsar hugnast mér ágætlega, aðrar síður. En síðan er lagt til að plaggið sé bara samþykkt. Ég veit ekki hver ástæðan er. Hvort það sé einfaldlega þannig að ríkisstjórnarsamstarfið hangi undir, það verði að samþykkja þetta svona, annars fari ríkisstjórnin frá völdum? Ég veit það ekki. Ég get bara getið mér til um hvað er að gerast í hugarheimi fólks sem skilar af sér svona afgreiðslu.

Hvað þetta samkrull rekstrar og fjárfestinga varðar þá er svarið einfalt í mínum huga: Það er sett fram svo hægt sé að blekkja, (Forseti hringir.) hægt að slá sig til riddara fyrir að vera að auka framlög í rekstur þegar menn eru ekki að því.