146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:55]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef staðið í þeim sporum að lúta fjárlögum, eins og þau hafa verið afgreidd í gegnum tíðina. Það hefði átt að vera fagnaðarefni að fá þessi opinberu fjárlög í gagnið og hafa sýn til lengri tíma. En nú beri svo við að stjórnendur í opinberri þjónustu eru nákvæmlega engu nær. Þeir vita ekkert hvaðan á sig stendur veðrið — eða verðið — þegar fjármálaáætlun er svona óljós. Erum við ekki sammála um að skotið hefur verið fram hjá markinu með framsetningu á fjármálaáætlun í þeirri mynd sem hún er nú?