146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:59]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefði þó verið nær að hv. meiri hluti fjárlaganefndar henti þessari áætlun í hausinn á hæstv. fjármálaráðherra aftur og segði honum að taka níu ár í þetta. Við erum ekki að gera það. Við erum að troða okkur inn í þennan ramma á nóinu, án þess að við njótum til þess, sérstaklega við þingið, nokkurs stuðnings til að fara yfir málið eins og þarf til að stunda almennilega fagleg vinnubrögð. Og jú, ég þakka hv. fjárlaganefnd fyrir að koma að töflum sem aðskilja rekstur og fjárfestingu í áliti sínu. Þær dugðu mér ekkert í hv. umhverfis- og samgöngunefnd þegar ég var ásamt kollegum mínum þar að vinna að málinu.

Mig langar að spyrja hv. þingmann og fá að snúa hlutverkum við: Hvernig getur hv. þingmaður staðið að jafn gagnrýnu meirihlutaáliti en samt ekki lagt til neinar alvörubreytingartillögur á málinu?