146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:39]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið. Hagvöxtur á Íslandi var 7,2% og sá næsthæsti í heiminum eftir Indverjum í fyrra. Við erum ekki að fara að sjá slíkan hagvöxt næstu fjögur, fimm árin. Það er mjög ólíklegt. Hins vegar ef við erum með hagspár upp á 3–5% á ári, þá bera þær tillögur ekki 11–13% aukningu í útgjöldum ríkisins. Ég næ ekki hvernig það á að dekkast upp af þessu. (Gripið fram í.) Ég held reyndar að það væri áhugavert í þessu samhengi — og kannski er þetta dæmi um það af hverju við þurfum að efla hér stoðkerfi þingsins og nefndasviðs, hvar sem við viljum hafa það, með hagfræðingum og slíkum, svo fólk geti borið þetta svolítið undir hagfræðingana. Ég held að þetta séu bara svo afleitar stærðir sem við erum að sjá … (Gripið fram í.) Við erum að tala hér um hækkun skatta í fjármálaáætluninni um 30,7% á þessu tímabili. 959 milljörðum í 1.254 (Forseti hringir.) í útgjöld ríkisins. (Gripið fram í.)