146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:00]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Þegar umboðsmaður Alþingis var fenginn til þess að fjalla um þessa áætlun hafði hann verulegar áhyggjur af því að hér væri um að ræða mögulegt stjórnarskrárbrot. Það er þannig með þessa áætlun, örugglega er gagnlegt að hafa fjármálaáætlun en hún þarf þá að vera byggð á einhverjum forsendum, einhverri stefnu. Það á ekki við um þetta og þetta er ákveðið — æ, það er svo leiðinlegt að nota orðið fúsk en þetta er óttalegt fúsk. Ég veit ekki af hverju orðið drasl — mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þetta. Ég tel mjög nauðsynlegt að hafa framtíðarsýn, hvert við erum að stefna, og það er nauðsynlegt fyrir opinberar stofnanir að hafa skýrleika en því miður býður þessi fjármálaáætlun ekki upp á neitt slíkt.