146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég fagna því að formaður fjárlaganefndar sé opinn fyrir því að við munum á næsta tímabili læra af þeim mistökum sem hér hafa verið gerð. Ég veit að hv. þingmaður talaði ekki um mistök, en ef við förum hér með allan fjármálapakka íslenska ríkisins þá getum við ekki tekið það eins og rennsli, það er ekki hægt. Það er ekki hægt, forseti, með fullri virðingu. Við spurðum hæstv. fjármálaráðherra ítrekað og hann kaus að segja okkur ekki sannleikann. Það finnst mér bagalegt. Þessi vinnustaður gengur út á traust. Þess vegna verð ég að spyrja: Hvernig í ósköpunum á ég að geta treyst því að þetta verði í lagi næst? Ég óska eftir yfirlýsingu frá hæstv. fjármálaráðherra þess efnis til þess að ég geti treyst því að svo verði. Bindandi yfirlýsingu. Ekkert minna.