146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég er nú einmitt alin upp í áhugaleikhúsum úti á landi og þekki hugtakið rennsli ágætlega. Það sem ég vil segja hér og mér finnst gríðarlega mikilvægt er að það er ekki hægt að labba frá þessu verki nema skýr yfirlýsing komi frá fjármálaráðherra um að næsta fjármálaáætlun verði unnin samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það er bara svo einfalt. Ef hæstv. ráðherra treystir sér ekki til að koma með yfirlýsingu um það tel ég að þingstörfum hér og þinglokum sé stefnt í voða.