146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

varamenn taka þingsæti.

[10:34]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hefur bréf frá 1. þm. Reykv. n., Guðlaugi Þór Þórðarsyni, 1. þm. Norðaust., Kristjáni Þór Júlíussyni, og 2. þm. Suðvest., Bryndísi Haraldsdóttur, um að þau geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi fyrir þau 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Albert Guðmundsson, 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Arnbjörg Sveinsdóttir, og 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Albert Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Karen Elísabet Halldórsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.