146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

um fundarstjórn.

[10:39]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Mér finnst yfirlýsing hæstv. ráðherra áðan vera ómerkilegur kattarþvottur. Hann kemur í viðtal í morgun og gefur í skyn að stjórnarandstaðan sé að bregða fæti fyrir stjórnina í þessu máli. (Gripið fram í.) Staðreyndin er sú að það er ágreiningslaust í velferðarnefnd að vinna þarf málið betur. Nú væri hæstv. ráðherra maður að meiru ef hann færi fram, hringdi í fréttastofu RÚV og fréttastofu Stöðvar 2, og óskaði eftir að fá að koma í viðtal og leiðrétta þetta. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Hann er búinn að setja okkur í þá stöðu núna að við þurfum að fara að verja okkur, bera af okkur sakir. Þetta er ómerkilegt pólitískt trix. Mér finnst að ráðherra hljóti að vilja vera meiri maður en þetta.