146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

heimaslátrun og aukinn fjölbreytileiki í matvælaframleiðslu.

224. mál
[11:30]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Við vitum að það er mikil samþjöppun í sauðfjárbúskap. Sauðfjárbændur hafa átt undir högg að sækja og ég tel að það þurfi virkilega að skoða hvort þetta sé einhver leið til þess að reyna að auka virðisauka í sauðfjárrækt sérstaklega. Tækifærin eru til staðar. Ég tel að bændur séu manna fróðastir í þessum efnum. Það þyrfti að vinna þetta með þeim og hlusta á hvaða tækifæri þeir sjá. Ég held að þetta sé tækifæri sem við þurfum að skoða til að styrkja sérstaklega sauðfjárbúin sem eru á jaðarsvæðum þar sem tækifæri eru á að auka virðisauka heima á býli og draga úr kostnaði við milliliði í tengslum við ferðaþjónustu. Hér voru nefnd býli eins og Erpsstaðir og Friðheimar, sem eru til fyrirmyndar. Ég held að hér séu tækifæri sem stjórnvöld þurfa að (Forseti hringir.) skoða og vinna með bændum í þessum efnum.