146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

löggjöf gegn umsáturseinelti.

462. mál
[11:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hugtakið er vissulega mjög áhugavert því að um leið og orðið einelti er komið þarna inn og þetta er umsáturseinelti, sem er önnur tegund af einelti, hugsa ég sjálfkrafa hvernig þetta eigi við um og endurspegli hefðbundið einelti. Eina niðurstaðan sem ég kemst að um muninn á þessu er að í umsáturseinelti er einn gerandi en í hefðbundnu einelti eru mögulega margir gerendur. Ég velti þessu fyrir mér ef það á að vera refsiákvæði í eineltistilfellum þar sem er aðeins einn gerandi, að öðru leyti er þetta ekkert öðruvísi en hefðbundið einelti, hvað þá þegar gerendurnir eru margir.