146. löggjafarþing — 73. fundur,  29. maí 2017.

málefni Hugarafls.

491. mál
[11:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir. Mér var sagt að þetta væri nauðsynlegt, þetta væri rosalega merkileg athugasemd, fyrst þetta var svona mikið vesen. Ég velti fyrir mér í athugasemdum síðasta ræðumanns þar sem sagt er að þetta sé ódýrara úrræði, þá rekur hugann í þá umræðu sem er um einkarekna og opinbera heilsugæsluþjónustu. Ef þetta er ódýrara úrræði, af hverju er þá ekki heilsugæslan okkar eins, eða erum við í einhverri mótsögn við sjálf okkur hérna?