146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

392. mál
[12:00]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir ræðu hv. þingmanns. Hann fór rétt með það hver umræðan var. Ég vildi þó benda á að umræðan um jafnræði er tvíþætt hvað þetta varðar. Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við að nemendum í einu námi voru veitt lán umfram lagaheimild, engir aðrir nemendur sem höfðu ekki lagaheimild fengu slíkt lán. Um það snerist athugasemd Ríkisendurskoðunar, en umræður í nefndinni fjölluðu almennt um jafnræði framhaldsskólanemenda svo að það sé alveg á hreinu.